Um kortaforritið
Kortaforritið sýnir þér hvað er í nágrenninu og hjálpar þér að
skipuleggja leiðina.
Veldu kort.
Þú getur:
• Staðsett þig á kortinu
• Skipulagt ferð á stað í grenndinni
• Leitað að og vistað staði og heimilisföng
• Sent textaskilaboð til vinar með upplýsingum um staðsetningu
þína eða aðra staði
Í símanum kann að vera minniskort með uppsettum kortum af landinu
þínu. Gakktu úr skugga um að minniskortið sé í símanum áður en þú
notar kortaforritið.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður
miklu gagnamagni og greiða fyrir gagnaflutning.
Ekki er víst að þessi þjónusta sé í boði í öllum löndum eða svæðum,
eða á öllum tungumálum. Þjónustan kann að vera háð kerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
73
Efni stafrænna korta kann stundum að vera ónákvæmt og
ófullnægjandi. Aldrei skal treysta eingöngu á efnið eða þjónustuna
fyrir bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í bráðatilvikum.
74