Skipt á milli heimaskjáa
Síminn þinn er með þrjá heimaskjái. Einn er fyrir forrit, annar fyrir
uppáhalds flýtivísana þína og sá þriðji fyrir forritið sem þú notar
oftast, svo sem númeravalið.
Strjúktu til vinstri eða hægri.
• Skjárinn minn - það er svæðið þar sem þú getur sett inn uppáhalds
tengiliðina þína og flýtivísana.
• Á forritaskjánum geturðu opnað forrit og raðað þeim upp eins og
þér hentar.
• Þú getur hringt símtöl af númeravalsskjánum. Þú getur líka sett
tónlistarspilarann eða útvarpið inn á þann skjá, í stað númeravalsins.
Ábending: Ef þú vilt sérsniða númeravalsskjáinn heldurðu fingri á
Skjárinn minn, strýkur yfir númeravalsskjáinn og velur svo forritið
sem þú vilt nota.
14