Hringdu í fleiri en einn samtímis
Ertu með mikilvægar fréttir sem þú vilt færa öllum vinum þínum í
einu? Með símafundi er einfalt að hringja í marga í einu og komast
þannig hjá því að þurfa að hringja í hvern og einn.
Símafundir eru sérþjónusta. Upplýsingar um framboð fást hjá
þjónustuveitunni.
1. Hringdu fyrsta símtalið.
2. Þegar símtali hefur verið komið á skaltu velja valkostir > nýtt
símtal > símtal.
3. Sláðu inn símanúmerið og veldu HRINGJA, eða veldu LEITA og
tengilið. Fyrra símtalið er sett í bið þar til þú tengir símafundinn.
4. Þegar þú hefur náð sambandi við annan viðmælandann skaltu velja
valkostir > símafundur. Þú getur bætt fleiri símtölum við
símafundinn.
Ábending: Til að ræða einslega við þátttakanda í símafundi velurðu
valkostir > einkasamtal og númer. Þá er símafundurinn settur í bið.
Veldu valkostir > símafundur til að fara aftur í símafundinn.
5. Ýttu á
til að ljúka símafundinum.
29